Saturday, April 18, 2015

Knee High


Kápa - Zara
Skyrta - Zara
Buxur - Galleri Sautján
Taska - Karakter
Skór - Focus

Ég keypti mér þessi fínu uppháu stígvél í Focus núna á dögunum. Mér hefur lengi þótt lúkkið flott en efaðist alltaf aðeins um notagildið þar sem við búum á kalda Íslandi. Í hlýrri löndum eru skvísurnar berleggja í oversized skyrtu, stullum og uppháum stígvélum en það og önnur álíka lúkk eru einmitt lúkkin sem mér finnst mega flott

Það kom mér samt skemmtilega á óvart hversu margt þau ganga við þó maður sé ekki berleggja. Stígvélin komu bæði í rússkins- og leðurlíki og ég valdi mér rússkinið með það í huga að geta notað þau við leðurbuxur eins og hér að ofan. Ég er ekkert smá ánægð með þau og finnst sniðið og skórinn sjálfur nánast fullkomin. Ein ansi góð og ÓDÝR kaup!!


x Fanney

Sunday, April 12, 2015

Moss by Elísabet Gunnars

Moss by Elísabet Gunnars er fatalína hönnuð af Elísabetu Gunnarsdóttur í samstarfi við Galleri Sautján. Þetta er frumraun Elísabetar í fatahönnun og sannaði hún sig vel á þessu sviði eftir að línan deit dagsins ljós. Ég er yfir mig hrifin af flíkunum en þær voru hannaðar með "basic er best" í huga og eru því flíkur sem hugsaðar eru sem nauðsynlegar eigur í fataskápinn. Línan gæti ekki hafa hitt betur í mark að mínu mati! Ég hef fengið mér alls 5 flíkur úr línunni og gæti vel hugsað mér fleiri!! Vel gert Elísabet - nú er bara að bíða og vona að við fáum að sjá eitthvað fleira frá henni í náinni framtíð!  


Skyrta - Moss by Elísabet Gunnars / Galleri 17
Buxur - Moss by Elísabet Gunnars / Galleri 17
Skór - Billibi / GS Skór


Rúllukragapeysa - Moss by Elísabet Gunnars / Galleri 17
Buxur - Moss By Elísabet Gunnars / Galleri 17
Skór - Billibi / GS Skór


Bolur - Moss by Elísabet Gunnars / Galleri 17
Vesti - Moss by Elísabet Gunnars / Galleri 17
Buxur - Nudie Jeans / Galleri 17
Skór - Billibi / GS Skór

Flíkur sem að ég fjárfesti í úr línunni.

Fleiri flíkur úr línunni sem mig langar í.

Snillingur þessi!


x Fanney

Tuesday, March 31, 2015

Dress


Leðurjakki - Galleri 17
Peysa - Moss By Elísabet Gunnars / Galleri 17
Buxur - Sisters Point / Galleri 17
Skór - Bullboxer / GS Skór

Dress þennan daginn var alveg óvart allt frá NTC. Ég er yfir mig hrifin af Moss by Elísabet Gunnars línunni í Galleri 17 en ég mun fjalla nánar um línuna fljótlega. 
Buxurnar keypti ég á slikk á 50% afslætti á janúarútsölum. Eitt stykki beið mín í minni stærð sem vakti mikla lukku. 

Eigið góða viku,
x Fanney


Wednesday, March 25, 2015

NIKE AIR MAX dagurinn

Á morgun, fimmtudaginn 26. mars er AIR MAX dagur í versluninni AIR í Smáralindinni. Það er sannkölluð veisla því þar getur þú verslað alla Nike Air Max skó á 25% afslætti sem er fáránlega flottur díll fyrir slíkan snilldar skóbúnað. 

Þennan eina dag verða einnig fáanlegar tvær glænýjar og glæsilegar Air Max týpur sem verða eins og ég nefndi, aðeins til sölu þennan eina dag - og það á 25% afslætti! Tilefni sem þú vilt ekki missa af. Í þokkabót til að réttlæta kaupin af nýjum Nike Air Max skóm getur það sannarlega borgað sig og rúmlega það því þú getur smellt mynd af Air Max skónum þínum, hashtaggað #AirMaxDay_RVK og #wearyourAIR og þú gætur unnið 50.000 kr. gjafabréf í AIR í Smáralind. Tveir heppnir Nike-arar verða dregnir út! Hverjum dreymir ekki um að labba inn í Nike búð með 50.000 kr. gjafabréf í vasanum? Úff!


Ég er mikill Nike-ari eins og hefur nokkuð oft komið fram. Ég á sjálf tvær týpur af Air Max og eina týpu af Air Max Thea (Thean er nettari útgáfan af Air Max). Báðar týpur hafa sína mismunandi kosti og finnst mér mjög skemmtilegt að Nike bjóði upp á Air Maxinn í tvenns konar lúkki, ss. gróft lúkk og svo aðeins nettara fyrir þá sem kjósa það. Ég ætla að leyfa nokkrum NIKE myndum sem ég hef birt hér úr einkasafninu að fylgja með.


Sjáumst í AIR í Smáralindinni á morgun, opið til 21!

x Fanney