Thursday, October 23, 2014

Dress

Dresspóstur í speglamyndum í boði herra Gaultier:


Sloppur - JP Gaultier fyrir Lindex
Samfella - JP Gaultier fyrir Lindex
Gallabuxur - American Apparel 
Skór - Vagabond / Kaupfélagið

Fallegur sloppur sem einnig verður notaður svona - í notalegheitum heima! 

Næstu 7 - 10 dagana mun ég væntanlega koma til með að nota sloppinn mikið einmitt í þeim tilgangi - með verkjalyf í annarri og frostpinna í hinni. Ég þarf nefnilega að láta kippa úr mér hálskirtlunum og farið verður í það mission strax í fyrramálið. Jibbí!

Góða helgi öll sömul, 
x Fanney

Skyrta

Ég klæddist skyrtu í færslu sem ég birti hér á síðunni fyrir ekki svo löngu, (finnið hana HÉR). Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um skyrtuna en sú hin sama er úr herradeildinni í H&M og fékk að fljóta með í stuttu stoppi á Kastrup flugvelli í Köben núna í september. Skyrtan er í XXL og var á aðeins 100kr DKK. 

Skyrta: H&M

Fanney

Wednesday, October 22, 2014

OPI Matte

Í sumar var mér bent á auðvelda leið sem gefur nöglum matta áferð. Frá merkinu OPI er til lakk sem heitir Matte Top Coat, það er glært að lit svo auðvelt er að setja það yfir hvaða lit á nöglum sem er. Lakkið er enga stund að þorna og útkoman verður mött og falleg. Ég var ekki lengi að grípa lakkið þegar ég sá það í Hagkaup í sumar, það er greinilega vinsælt þar sem það virðist ekki alltaf til í rekkanum. Mér finnst matt þó ekki fara vel ofan á hvaða lit sem er, ég set það oftast yfir svart eða aðra dökka liti.

Búin að naglalakka mig með svörtu lakki.
Hér er svo OPI lakkið komið yfir, mött og flott áferð. Mjög auðvelt!

Ég vil svo auðvitað minna ykkur á að þrífa neglurnar alltaf vel áður en þið naglalakkið ykkur. Ef neglurnar eru fitugar eða skítugar fellur lakkið mun fyrr af. Hreinar neglur halda því betur í lakkið.

Fanney

Tuesday, October 21, 2014

L'anza Ultimate Treatment

Eftir þátttöku mína í Ungfrú Ísland árið 2010 fékk ég fría þjónustu í eitt ár á hárgreiðslustofunni Team Hárstudio í verðlaun. Þar kynntist ég L'anza vörunum fyrst en á stofunni eru aðeins notaðar hárvörur frá L'anza. Þar sem ég lita ekki á mér hárið gat ég ekki nýtt mér þá þjónustu (sem hefði annars vissulega sparað mér mikinn pening), en var þess í stað dugleg að mæta til þeirra í djúpnæringar og viðeigandi trít. Ég prófaði þá nokkrar tegundir af djúpnæringum og labbaði alltaf út með endurnært hárið. Eftir þetta ár var ég alls ekki jafn dugleg að viðhalda hárinu mínu. Í dag er það liðin tíð enda gríðarlega mikilvægt að næra hárið sitt vel, bæði litað og ólitað hár. Mína hárþvottarútinu getið þið lesið betur HÉR.

Föstudaginn 10. október síðastliðinn fór ég upp í Team Hárstudio í sérstaka næringarmeðferð, svipaða þessum sem ég hafði áður verið dugleg að nýta mér. Þetta var einföld þriggja þrepa meðferð sem auðveldlega er hægt að sérsníða að þörfum, hárgerð og ástandi hárs hvers og eins. Margir trúa því ekki að sjáanlegur munur geti litið dagsins ljós eftir aðeins eitt skipti en það var sannarlega raunin. Ég kom inn á stofu með skítugt hár en labbaði út með silkimjúkt, hreint, næringarríkt og glansandi hárið.  


Fyrir og eftir.
Munurinn sést örlítið á mynd en var töluvert augljósari í sjón. Ég tala nú ekki um 
mýktina, ilminn og næringuna í hárinu sem auðvitað er ekki hægt að ná á mynd. 


Ultimate Treatment.
Hér er næringarmeðferðin sem var sett í mig í skrefum og langar 
mig að segja ykkur frá hverju skrefi fyrir sig. 

Skref 1 - Chelating Shampoo:
  • Hreinsir sem á áhrifaríkan hátt fjarlægir leifar af hárvörum og steinefnum sem gætu hafa hlaðist upp í hárinu og þyngt það sem og haft áhrif á kemíska meðferð. Óhætt að nota á litað hár. Súlfat frí blanda og einungis náttúrulegar jurtasýrur.
Skref 2 - Deep Treatment:
  • Djúpnæring sem byggir hárið aftur upp af nauðsynlegri blöndu af próteini, raka og steinefnum. Með þessari djúpnæringu á að velja það efni sen hentar hárgerðinni og ástandi hársins úr skrefi 2A.
Skref 2A - Power Boosters:
  • Samanstendur af þremur Power Boosters sem gerir okkur kleift að aðlaga meðferðina að hárgerð og ástandi hárs hvers og eins. 1) Strength Power Booster 2) Moisture Power Booster 3) Volume Power Booster.
Skref 3 - Power Protector:
  • Þetta er loka þrepið sem bindur næringarefnin, kemur jafnvægi á pH gildi hársins og ver gegn skemmdum af völdum hita, mengunar, núnings og UVB og UVC geislum.

Daginn eftir meðferðina, 11. október, hélt ég svo upp á afmælið mitt. Ég fór í bodyshower þann daginn, semsagt bleytti ekki hárið því ég vildi halda glansinum sem best. Ég krullaði hárið með krullujárninu mínu frá HH Simonsen. Það ætlaði að byrja hálf brösulega hjá mér þar sem hárið virtist ekki taka jafn vel í járnið og áður vegna hversu mjúkt það var. En með smá þolinmæði og nóg af hárspreyi var ég ánægðari en nokkru sinni fyrr með útkomuna. Lokkarnir voru náttúrulegri og ekki jafn prinsessulegir, en hárið hélt glansinum og mýktinni. Hérna eru þrjár myndir frá kvöldinu þar sem hárið sést vel en ég var einstaklega ánægð með hárið mitt þetta kvöldið.


Ég mæli eindregið með því að skella sér af og til á stofu í slíkar meðferðir. Endurnæring á hári og ég tala nú ekki um höfuðnuddið og þægindin sem fylgja þessum meðferðum. Í vetur þegar kólnar enn frekar verður hárið þurrara og því er enn frekari þörf á að tríta sig örlítið.

Fanney

Monday, October 20, 2014

Wise Words


Orð að sönnu. Mikilvægt að taka þau með sér inn í vikuna sem er að byrja - og helst hafa í huga alla tíð.  

Eigiði hana góða x
Fanney

Friday, October 17, 2014

Vagabond


Merkið Vagabond hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Gæðin, þægindin og endingin á skónum er í fyrirrúmi og hafa skópörin mín frá merkinu fylgt mér í fleiri ár. Vagabond kemur árlega með flottar og klassískar týpur en þó sérstakar. Ég kolféll fyrir þessum hérna fyrir ofan um leið og ég sá þá. Þessi týpa frá Vagabond heitir Norah og er nýjasta viðbótin í skósafnið. Þeir eru þægindin uppmáluð og ég sé þá passa við allt. Ég gat vel hugsað mér að eignast fleiri týpur sem komu í sömu sendingu og Norah. B-e-a-utiful! 

Frá: Kaupfélaginu

Love it!
Fanney

Thursday, October 16, 2014

Reykjavík MakeUp School

Ég fór í lokapróf í brúðarförðun hjá einni hæfileikaríkri stelpu í gær. Hún heitir Ísabella Guðmundsdóttir og er að klára förðunarnám í Reykjavík MakeUp School. Sara og Silla snillingar með meiru, reka skólann og það með miklum glæsibrag. Allar farðanirnar voru virkilega fallegar og fagmannlegar. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er förðuð brúðarförðun, látlaust en fallegt lúkk. Hér eru nokkrar "selfies" sem ég tók af förðuninni í gær í þessum flotta skóla þar sem öll aðstaða er til mikillar fyrirmyndar - og greinilega kennsla upp á 10!


Ég er að mestu leiti förðuð með vörum frá Make Up Store og með burstum frá Real Techniques. Arnold Björnsson ljósmyndari sér um að taka myndir af lokaverkefnum nemenda í Reykjavík MakeUp School. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig brúðarmyndin kemur út.

Fanney