Tuesday, March 31, 2015

Dress


Leðurjakki - Galleri 17
Peysa - Moss By Elísabet Gunnars / Galleri 17
Buxur - Sisters Point / Galleri 17
Skór - Bullboxer / GS Skór

Dress þennan daginn var alveg óvart allt frá NTC. Ég er yfir mig hrifin af Moss by Elísabet Gunnars línunni í Galleri 17 en ég mun fjalla nánar um línuna fljótlega. 
Buxurnar keypti ég á slikk á 50% afslætti á janúarútsölum. Eitt stykki beið mín í minni stærð sem vakti mikla lukku. 

Eigið góða viku,
x Fanney


Wednesday, March 25, 2015

NIKE AIR MAX dagurinn

Á morgun, fimmtudaginn 26. mars er AIR MAX dagur í versluninni AIR í Smáralindinni. Það er sannkölluð veisla því þar getur þú verslað alla Nike Air Max skó á 25% afslætti sem er fáránlega flottur díll fyrir slíkan snilldar skóbúnað. 

Þennan eina dag verða einnig fáanlegar tvær glænýjar og glæsilegar Air Max týpur sem verða eins og ég nefndi, aðeins til sölu þennan eina dag - og það á 25% afslætti! Tilefni sem þú vilt ekki missa af. Í þokkabót til að réttlæta kaupin af nýjum Nike Air Max skóm getur það sannarlega borgað sig og rúmlega það því þú getur smellt mynd af Air Max skónum þínum, hashtaggað #AirMaxDay_RVK og #wearyourAIR og þú gætur unnið 50.000 kr. gjafabréf í AIR í Smáralind. Tveir heppnir Nike-arar verða dregnir út! Hverjum dreymir ekki um að labba inn í Nike búð með 50.000 kr. gjafabréf í vasanum? Úff!


Ég er mikill Nike-ari eins og hefur nokkuð oft komið fram. Ég á sjálf tvær týpur af Air Max og eina týpu af Air Max Thea (Thean er nettari útgáfan af Air Max). Báðar týpur hafa sína mismunandi kosti og finnst mér mjög skemmtilegt að Nike bjóði upp á Air Maxinn í tvenns konar lúkki, ss. gróft lúkk og svo aðeins nettara fyrir þá sem kjósa það. Ég ætla að leyfa nokkrum NIKE myndum sem ég hef birt hér úr einkasafninu að fylgja með.


Sjáumst í AIR í Smáralindinni á morgun, opið til 21!

x Fanney

Monday, March 9, 2015

Dress

Það var einn dagur í seinustu viku sem bauð upp á örfáa sólargeisla. Það er ótrúlegt hversu lítið þarf til að gleðja mann eftir kaldan vetur - þessar örfáu glennur af þeirri gulu gerðu daginn fyrir mig. 
Ég var í nýjum buxum úr Lindex - en þær bera hið umtalaða útvíða snið sem við höfum flest verið lengi að meðtaka eftir mörg ár í niðurþröngum buxum. Mér hefur hinsvegar alltaf þótt lúkkið flott á öðrum og svo er þetta auðvitað líka spurning um rétt val. Ég sá Elísabetu Gunnars á Trendnet klæðast þessum um daginn og seldi hún mér þær alveg. Mér fannst þær einmitt þessar fullkomnu "byrjenda" buxur af þessu útvíða sniði. Ódýrar, góðar og hrikalega þægilegar.Buxur - Lindex
Rúllukragapeysa - Samsoe Samsoe / Herradeildin í Galleri 17
Pels - Topshop
Skór - Billibi / GS Skór
Sólgleraugu - Rayban
Taska - SIX
Skart - SIX

x Fanney

Sunday, March 1, 2015

Look

Stórskemmtilegt afmælisteiti hjá einni bestu vinkonunni í gær. Frábært kvöld með frábæru fólki. Það var komið ansi langt síðan jafn gott tilefni átti sér stað til að klæða sig aðeins fínna upp. Ég var í samfellu sem ég keypti í Galleri 17 í janúar, finnst hún mjög falleg í sniðinu og sérstaklega fín í bakið. Ég hafði einu sinni notað hana áður og þá við uppháar víðar buxur sem var einnig mjög flott. Í þetta skiptið var ég í pallíettu pilsi sem ég keypti á 50% afslætti í Karakter (ennþá til!). Mig hafði lengi langað í fallegt pallíettupils en ég sé líka fyrir mér að girða t.d. víða skyrtu ofan í pilsið.


Samfella - Galleri 17
Pils - Karakter
Eyrnalokkar - Zara (gamlir)
Annað skart - SIX

x Fanney