Friday, December 19, 2014

Dress

Eitt af því sem ég elska við jólin eru tilefnin til að dressa sig fínna upp. Þessu klæddist ég í vinnunni í gær. 


Samfella - Spúútnik
Leðurstullur - Spúútnik
Skór - Scully, Jeffrey Campbell / GS Skór

Eigiði dásamlega helgi öll sömul xx
Fanney

Tuesday, December 9, 2014

Level Iceland


Ég fór í myndatöku fyrir verslunina Level fyrir tveimur vikum. Verslunin er staðsett í Mosfellsbæ og er það hún Elísabet Maren sem stendur á bakvið vörumerkið með sína eigin hönnun. Level býður upp á virkilega vandaðar og fallegar flíkur þar sem allar ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Level er líka eini staðurinn á landinu sem selur fallegu armböndin frá Alexöndru Helgu og Tribo Neck hálsmenin frá Elsu Harðar. Verslunin er staðsett í Háholti 13 - 15 í Mosó, mæli með að skella sér í bíltúr!
Hér eru nokkur dæmi úr myndatökunni...


Þið getið skoðað úrvalið betur á Facebooksíðu Level HÉR.
Ég minni einnig á aðventuleik Level og Femme.is HÉR.

Fanney

Wednesday, December 3, 2014

Dress

Peysa - H&M
Buxur - H&M 
Skór - Tatuaggi / GS Skór

Ég var búin að sjá þessa peysu frá H&M og fannst hún ofsa fín. (Þrátt fyrir að vera eftirherma, eeen þó með örlitlum breytingum)! Ég vonaðist til að ég sæi hana þegar ég var erlendis núna um daginn - ég fann hana hvergi í London en svo beið hún mín í Köben. Ég tók large til að hafa hana oversized og er mega ánægð með hana. 


Peysan er vægast sagt vel "inspired by" Rag & Bone en ansi margar verslanir komu með eftirlíkingar eftir að þessi fallega flík var frumsýnd á sýningarpöllunum fyrir vorið 2014. Forever 21 og Nasty Gal eru t.d. dæmi um verslanir sem buðu viðskiptavinum upp á nákvæmlega sama lúkk af peysu fljótlega í kjölfarið.

Peysan vinstra megin er Rag & Bone og sú til hægri frá Nasty Gal.

Þrátt fyrir þessa sturluðu staðreynd er ég mega ánægð með mína frá H&M, ég er yfir mig hrifin af þessu djúpa V-hálsmáli og viðurkenni að önnur dökkblá peysa í svipuðum stíl frá Zöru, fékk líka að fylgja mér heim.

Fanney

Monday, December 1, 2014

NTC.IS

Í dag, 1. desember opnaði NTC nýja og glæsilega vefsíðu, ntc.is. Síðan er vefverslun sem býður upp á allt það besta sem að verslanir NTC, sem eru 13 talsins, hafa upp á að bjóða. Þetta auðveldar okkur að skoða vörurnar betur heima í sófa og auðveldar sérstaklega þeim sem búa úti á landi að panta heim. NTC er leiðandi tískufyrirtæki á Íslandi sem býður upp á eitt mesta úrval af skóm og fatnaði. 


NTC.IS verður einnig lífstílssíða en hugmyndin er að vera með vikulega pistla frá gestabloggurum. Það verður mjög gaman að sjá þann lið þróast betur - sem og alla síðuna í heild sinni. Ég fékk þann skemmtilega heiður að vera gestabloggari á NTC.is ásamt Eddu vinkonu á Femme og Andreu Röfn á Trendnet. 

Mitt fyrsta kynningarblogg er komið inn og getið þið lesið það HÉR.

Fanney

Sunday, November 30, 2014

Billibi

Mínir allra uppáhalds skór eru hælar sem ég á frá danska merkinu Billibi. Ég eignaðist þá fyrir þremur árum eða í fyrsta skipti sem þeir komu í GS skó og líta nánast enn út eins og nýir. Þægilegri hæla hef ég aldrei fundið og eru fullkomnir við öll tilefni. Ég hef notað þá fyrir allan peninginn og rúmlega það.

Svona líta þessar elskur út í dag, þriggja ára gamlir og hafa gengið með mér í gegnum súrt og sætt. Dásamlegt leður innan sem utan sem undirstrikar gæðin í þeim.

Undanfarið ár hafa svo komið fleiri litir og gerðir af þessum hælum frá Billibi. 
Í vikunni gaf ég sjálfri mér nýtt par af þessum sömu skóm - nema í burstuðu leðri. Áferðin er allt önnur og ótrúlega flott að mínu mati. Þeir virðast miklu svartari en glansandi leðrið (sem mér finnst mega flott við þá!) og lúkka töluvert öðruvísi fyrir vikið. Margir hugsa örugglega að ég sé biluð að fá mér sama skóinn nema í öðruvísi leðri - en svona í ljósi þess að ég hef oft hugsað um að fá mér nýtt par af þeim gömlu bara til að eiga "á lager" ef eitthvað skyldi koma fyrir hina, þá gat ég nokkurn veginn réttlætt þetta fyrir mér.  

Skór - Billibi / GS skór
Samfestingur - Monki

Fanney

Thursday, November 27, 2014

Myndir síðustu vikur

Ansi langt síðan ég hef látið í mér heyra hér. Ég var stödd úti í Danmörku þegar ég skrifaði seinustu færslu og eftir heimkomu hef ég verið upptekin við ný og stórskemmtileg verkefni. Það fer þó allt að komast í rútínu hægt og rólega. Ætla að skella inn nokkrum myndum sem ég hef smellt af síðan í Köben.

Notalegt flug frá London til Köben - með heila sætaröð í overwing og frítt Wifi. 
Komin til Köben að hitta dásamlegu systurdóttur mína í fyrsta skipti. 
Sólveig Inga að krútta yfir sig.
"Airport selfie" á heimleið eftir meiriháttar frí í London og Köben.
Ég gjörsamlega elska svona mokka jakka og fell allt of auðveldlega fyrir þeim. Ég hefði fengið mér báða ef ég hefði fengið að ráða! Sá brúni varð fyrir valinu en ég hugsa þó stöðugt um þann bleika - Dem it! Úr Galleri 17.
Ég er orðin verslunarstjóri í GS Skóm í Smáralindinni. Hlakka mikið til að fá ykkur í heimsókn!
Jólamyndataka fyrir Level í vikunni. Hrikalega margt fínt til í þessari fallegu búð sem er stödd í Mosfellsbæ.

x Fanney

Tuesday, November 18, 2014

Tískuspjall við Króm


Ég átti stutt spjall við Steinunni Eddu á Króm varðandi tísku og fleira fyrir skömmu. Spjallið birti hún svo í kjölfarið á Króm.is - þið getið fundið það HÉR.

Fanney