Sunday, September 21, 2014

Outfit / France

Ég er nýkomin heim úr tveggja vikna dásamlegu fríi í suður-Frakklandi. Amma mín og afi eiga þar hús svo ég hef verið tíður gestur síðan þau keyptu. Staðurinn er sannkölluð paradís og þar er hægt að sjá og upplifa svo mikið á stuttum tíma. Við vorum bara tvö allan tímann og langaði ekkert heim þegar sá dagur rann upp. Nauðsynlegt fyrir líkama og sál að komast í burtu í frí og ekki skemmir fyrir að geta notið góðs af þeirri gulu og heita loftinu. Ég ætla að skella inn nokkrum færslum með mismunandi lúkkum sem ég klæddist úti.  


Toppur: American Apparel
Gallastuttbuxur: Gamlar Levi's af mömmu
Skór: GS skór
Sólgleraugu: Rayban Clubmaster

Þarna vorum við stödd á miðvikudagsmarkaði í Draguignan, stórskemmtileg hefð í franska landinu að mínu mati. Ótrúlega gaman að heimsækja svona markaði sem eru flestir frá 10 - 12 og hægt að finna þar allt á milli himins og jarðar. 

x fanneyingvars

Saturday, September 20, 2014

Stíllinn á Instagram / Trendnet


Elísabet Gunnars á Trendnet birti Instagram-stílinn minn og stutt viðtal í vikunni sem leið. Elísabet er ekki bara algjörlega með þetta þegar kemur að tísku heldur er hún dásamlegur karakter. Færsluna getið þið fundið HÉR

x Fanney

Friday, September 19, 2014

www.fanneyingvars.com

Jæja þá er ég enn og aftur stödd á kunnulegum stað með þessa síðu. Ég hef alltaf verið hálf tvístígandi með þetta og í rauninni aldrei verið neinn brjálaður drifkraftur í mér hvað þennan bloggbransa varðar. Bloggskrif hafa að sjálfsögðu sína kosti og galla eins og allt annað. Fyrir það fyrsta er þetta tímafrekt og tekur í raun miklu meiri tíma en mig nokkurn tímann hafði grunað. Svo auðvitað búum við á litla Íslandi og þó svo að ég heyri fullt af góðum og hvetjandi röddum er líka mikið af niðrandi röddum sem rakka þetta niður. Ég reyni að spá sem minnst í það en að sjálfsögðu er alltaf smá "punch in the face" að eyða svona miklum tíma í eitthvað og fá svo að heyra eða lesa eitthvað sem rakkar það niður. En auðvitað þarf að geta tekið gagnrýni þegar maður gefur fólki kost á því með þessum hætti. Ég byrjaði með blogg árið 2010 til þess að leyfa vinum og vandamönnum að fylgjast með ferðalögum mínum hinum megin á hnettinum. Undanfarið hefur bloggheimurinn stækkað ört hérna á Íslandi sem mér finnst virkilega gaman að sjá. 

 Mér finnst þetta hinsvegar alltaf skemmtilegt og skemmtilegast er að sjá heimsóknarfjöldann og fyrirspurnirnar sem ég fæ. Það er að sjálfsögðu það sem að drífur mig áfram og heldur mér við efnið. Núna á þessum tímapunkti, þar sem að seinasta færsla kom inn í júlí hef ég lesið þó nokkra pósta þar sem ég er spurð hvort að ég ætli ekki örugglega að halda áfram með síðuna. Mig langar að láta reyna á þetta áfram og sjá hvernig það endar í þetta skiptið. Þið sem hafið áhuga á, endilega fylgist með! :-)


Í tilefni þess að ég ætli að skella mér af stað með síðuna á ný fannst mér viðeigandi að gera örlitlar breytingar. Frá og með deginum í dag verður fanneyingvars.com aðal lén síðunnar. Ég losaði mig loksins við .blogspot.com, þó svo að gamla lénið muni færa ykkur áfram yfir á það nýja. 

Hvernig lýst ykkur á þetta allt saman? 

x Fanney

Friday, July 11, 2014

Vinningshafar - Sneakerball Rvk


Vinningshafar í Sneakerball RVK leiknum eru:

Hera Rut Hólmarsdóttir og Bergþór Frímann Sverrisson.
Vegna góðrar þátttöku ákvað ég að gefa tveimur aðilum í viðbót tvo miða... langaði að sjálfsögðu helst að gefa öllum! Þessa boðsmiða hljóta Erna Davíðsdóttir og Björk Magnúsdóttir.

Ykkar bíða tveir boðsmiðar í Nikeverslun, Lynghálsi 13. Miðana verðið þið að sækja fyrir 16 í dag! Hlakka til að sjá ykkur ásamt vini annað kvöld í Hörpunni í mega fínum NIKE skóm í trylltu stuði! Djöfull verður gaman..
Takk allir kærlega fyrir þátttökuna og GÓÐA SKEMMTUN!

#Loveisintheair
#Sneakerball_rvk

x fanney

Tuesday, July 8, 2014

Sneakerball RVK - vilt þú miða?

NIKE, Smirnoff og Somersby færa þér SNEAKERBALL RVK!


Á föstudaginn 11. júlí verður Norðurljósum í Hörpu breytt í flottasta klúbb Reykjavíkur. Fram koma:
DJ Margeir - John Grant - Ásdís María - Cell7 - Unnsteinn Manúel 
... stemningin verður tryllt! 

Ekki er hægt að kaupa sig inn á atburðinn heldur er aðeins um gjafamiða að ræða og kemst enginn inn án boðsmiða! Frítt áfengi allt kvöldið í boði Smirnoff og Somersby og hefst partýið tímanlega kl 21:00! Þú vilt ekki missa af þessari snilld!

Það er aðeins ein regla sem gildir þetta kvöld: Enginn kemst inn án þess að vera í sínum fegurstu NIKE skóm! Sneakerball all the way...

Sneakerball Rvk í fyrsta sinn á Íslandi og mig langar að bjóða tveimur heppnum tvo miða á atburðinn með mér! Það eina sem þú þarft að gera er að DEILA þessari færslu og skilja eftir fullt nafn í kommentum hér fyrir neðan. (Ekki nóg að like-a færsluna). Ég dreg svo tvo heppna aðila sem fá tvo miða og skella sér í partý ársins í fáránlega góðum félagsskap á föstudaginn kemur.

Þá er bara að fara að huga að skóbúnaði kvöldsins...

#sneakerball_rvk
#loveisintheair

Hlakka til að sjá ykkur!
x fanney

Monday, July 7, 2014

Look


Jakki - Spúútnik
Skyrta - Monki 
Gallabuxur - Monki
Taska - Galleri 17
Skór - GS skór

x fanney

Wednesday, July 2, 2014

Summernails

Ég skellti mér í neglur í seinustu viku til hennar Maríu. Ég var búin að gæla við það í smá tíma að fá mér neglur en ég hef lengi hrifist af þessum lituðu gelnöglum (og þá sérstaklega í nude-tóna litum). Ég er aldrei með gelneglur daglega og því gaman að breyta til og prófa. Ég er ekkert smá ánægð með útkomuna! Ég fékk mér gel í ljósbleikum/peach lit og er það einmitt liturinn sem ég hafði komið fyrir í höfðinu á mér. Fallegur litur sem að passar við allt og sumarlegur, sannarlega í takt við íslenska sumarið okkar....


María er algjör snillingur í þessu og býður upp á fullt af litum og skrauti. Ég mæli eindregið með því að hafa samband við hana ef þið eruð í svipuðum hugleiðingum. 

Instagram: gelneglurmaria
Facebook: HÉR

x fanney