Sunday, March 1, 2015

Look

Stórskemmtilegt afmælisteiti hjá einni bestu vinkonunni í gær. Frábært kvöld með frábæru fólki. Það var komið ansi langt síðan jafn gott tilefni átti sér stað til að klæða sig aðeins fínna upp. Ég var í samfellu sem ég keypti í Galleri 17 í janúar, finnst hún mjög falleg í sniðinu og sérstaklega fín í bakið. Ég hafði einu sinni notað hana áður og þá við uppháar víðar buxur sem var einnig mjög flott. Í þetta skiptið var ég í pallíettu pilsi sem ég keypti á 50% afslætti í Karakter (ennþá til!). Mig hafði lengi langað í fallegt pallíettupils en ég sé líka fyrir mér að girða t.d. víða skyrtu ofan í pilsið.


Samfella - Galleri 17
Pils - Karakter
Eyrnalokkar - Zara (gamlir)
Annað skart - SIX

x Fanney

Sunday, February 22, 2015

Details


Mér finnst fallegt skart alltaf setja punktinn yfir i-ið. Stórt og mikið skart getur poppað upp látlaust dress og eins finnst mér látlaust og pent skart fallegt við áberandi dress. Ég versla mér yfirleitt ódýrt skart þegar ég kemst í búðir eins og H&M og Ginu Tricot. 
Ég kíki reglulega í verslunina SIX hér á Íslandi en það er verslun sem býður upp á mikið úrval af flottu skarti og á góðu verði! Verslun sem að mér fannst vanta í íslensku verslunarflóruna og gladdist því mjög þegar ég steig inn í hana í fyrsta skipti. Nú þar sem ég vinn í Smáralind og hef verslunina í augsýn hinum megin við ganginn, eru heimsóknirnar reglulegri og oftast fer ég út með eitthvað smátterí í poka. 

Allt skart sem ég ber hér að ofan er úr SIX fyrir utan Mikael Kors úrið og armbandið mitt frá Alexöndru Helgu. Mér finnst mega flott að troða saman fullt af mismunandi hringum á fingurna. Auðveldlega hægt að leika sér með það.

x Fanney

Wednesday, February 18, 2015

New Balance


New Balance eru skór sem ég fæ seint nóg af. Það tók mig smá tíma að venjast þeim þegar þeir komu fyrst, en svo tók ég skyndilega U-beygju og þá var ekki aftur snúið. Fyrst fékk ég mér 410 týpuna frá New Balance en hún er lang penust að mínu mati og góð fyrir "byrjendur".  Fljótlega fannst mér þeir hreinlega of penir og síðan þá hafa bæst við tvenn pör í skósafnið og þá af 420 týpunni. 420 er týpa sem mér finnst fullkomin millivegur og hrikalega flottir. Ég á þá bæði dökkbláa og gráa leður og er mega ánægð með þá. Ég held að ég geti sagt að 420 týpan sé vinsælust allavega hjá okkur Íslendingum en að mínu mati er hún hið fullkomna New Balance look.
En auðvitað kom svo að því að mig langaði í enn grófari New Balance og þá urðu þessir, 996 týpan fyrir valinu. Ég var í smá tíma að velta litunum fyrir mér en á endanum urðu þessir rússkins bláu fyrir valinu og ég gæti ekki verið sáttari. 

Fást í: GS Skóm

Bolur - Deres (Köben)
Buxur - American Apparel
Skór - New Balance / GS Skór

Fanney

Monday, February 16, 2015

Nýja lúkkið

Ca. fjögurra vikna gömul færsla sem sat alltaf í draft og gleymdist að birta, svo þetta eru nú orðnar ansi gamlar fréttir haha.

Fyrir manneskju eins og mig sem hefur alltaf verið með 110% sjón var tilfinningin mjög skrítin þegar ég fann að sjónin hafði greinilega eitthvað farið versnandi. Ég skellti mér í sjónmælingu og viti menn, nú situr glænýr aukahlutur á nefinu á mér svona ca. helminginn af tímanum. 


Ég held það hafi tekið mig um 2 mánuði að finna gleraugu því aldrei hafði ég mátað slík áður og vissi ekkert hvað færi mér eða hentaði. Aldrei hefur það heldur verið vandamál að vera með löng augnhár en í gleraugnaleitinni komst ég að því að um helmingur gleraugnanna hentuðu mér alls ekki þar sem hárin klesstust í glerið. Eitt steiktasta "vandamálið" en það gerði leitina töluvert erfiðari. Ég endaði á að finna þessi í Optical Studio frá Armani og er bara nokkuð ánægð með þau. Ég er enn að venjast sjálfri mér en það fer allt að koma. 

Ágætis breyting er það ekki bara?
x Fanney

Thursday, February 12, 2015

DIVA


Dökkir varalitir falla sífellt meira í kramið hjá mér. DIVA frá Mac er nýjastur í safnið og ég er mega ánægð með hann. Mun pottþétt koma til með að nota hann mikið. Varaliturinn er fallegur við látlaust lúkk bæði fínt og hversdags. Ég var með hann á laugardaginn í hrikalega skemmtilegu staffateiti með skóskvísunum mínum.


Hér eru svo nokkrar fallegar myndir af fallegum dömum með DIVA.

x Fanney

Sunday, February 8, 2015

New In


Þessi fallega kápa úr versluninni Karakter í Smáralind er ný í fataskápnum. Flíkin var langþráð þar sem ég átti enga svarta klassíska kápu fyrir, þótt ótrúlegt megi virðast. Ég er himinlifandi með þessa tilteknu en sniðið og síddin heillaði mig strax. Hún er hlý, falleg og hreinlega algjört must í alla fataskápa að mínu mati. Ég mæli með og segi enn og aftur, basic er best.

Kápa - LUX / Karakter
Bolur - Saint Tropez / Karakter
Buxur - Sisters Point / Galleri Sautján
Skór - Billibi / GS Skór
Taska - Karakter

****************************************

Fylgstu betur með blogginu á Facebook síðu fanneyingvars.com HÉR

x Fanney

Tuesday, February 3, 2015

Sundaybrunch

Kápa - Zara
Buxur - Galleri 17
Hattur - Galleri 17
Skyrta - Weekday
Taska - Karakter
Skór - Vagabond

Við Haukur skelltum okkur í brunch á Slippbarnum síðastliðinn sunnudag. Ég hafði 2x prófað brönsinn þar áður og alltaf farið södd og sæl út. Úrvalið er mikið og einmitt eins og ég vil hafa það. Eftirréttirnir eru svo náttúrulega dásamlegir! Gaman að gera gott úr sunnudagshádegi og gera vel við sig í mat og drykk. 


Fanney