Sunday, January 25, 2015

Bláfjöll

 Við Haukur skelltum okkur í Bláfjöll um seinustu helgi. Við erum búin að vera á leiðinni í allan vetur en aldrei virðist maður finna tíma. Loksins skelltum við okkur og ákváðum að taka GoPro myndavélina mína með sem ég fékk frá Hauksa í afmælisgjöf. Við vorum fyrst núna að prófa hana almennilega en ég átti afmæli í september! Það var virkilega gaman að skoða myndirnar á leiðinni heim en GoPro er snilldar eign sem að festir öðruvísi og/en mun skemmtilegri myndir á filmu. Myndin er víðari og nær fyrir vikið miklu stærra umhverfi. GoPro myndirnar njóta sín lang best í útiveru "activities". Hér eru nokkrar sem smellt var af:


Frábær dagur og virkilega gaman að eiga þessi móment á filmu!

x Fanney

Wednesday, January 21, 2015

Dress


Ég keypti mér þennan hvíta rúllukragabol í versluninni Karakter í Smáralind í seinustu viku. Ég elska sniðið á honum og finnst efnið meiriháttar. Ég keypti hann líka í svörtu en rúllukragasniðið er eitt af mínum uppáhalds trendum, bæði hversdags og fínt. Ég er mega ánægð með þá, verða mikið notaðir!

Bolur - Saint Tropez / Karakter
Buxur - H&M
Belti - Monki
Skór - Tatuaggi / GS Skór

Skórnir eru líka nýir en þeir eru úr GS Skóm (hvern skal undra!) og eru frá Tatuaggi. Þeir komu nýir í seinustu viku og heilluðu mig strax. Mér finnst þeir meeega!

x Fanney

Monday, January 19, 2015

Jólin mín í myndum

Jólin mín í myndum til að bæta fyrir hversu lítið virk ég hef verið á nýju ári!

Svava yndislega vinkona mín bauð mér með sér á Jólagesti Björgvins í Höllinni fyrir jólin. Ein besta stundin fyrir okkur jólaglöðu stöllurnar. 
Ég var í kjól úr Galleri 17.
Litlu jólin í vinkonuhópnum - alltof heppin að eiga þessar!
Við Hauksi á leið á Jón Jónsson í Austurbæ.
Ég var í kjól úr Nostalgíu.
Skírn Sólveigar Ingu - gullfallega systurdóttir mín. 
Þorláksmessufínar í vinnunni.
Norðurljós upp á 10 á Þorláksmessukvöld.
Pabbi og Sólveig Inga á aðfangadag.
Jólafín á aðfangadag.
Rauðhærðaliðið <3
Systur <3
Spil á jóladag með besta fólkinu.
Með familíunni í Stykkishólmi 27. desember. 
Fallegur dagur!
Mæðgur á fallegri Stykkishólmsbryggju.
Hæ ég er sætust!
Gamlársgleði.
Á brennunni með mínum manni.
Nýárskveðjur frá Garðabæjarfamilíunni.
Fallega systir mín og fjölskylda! Meiriháttar að hafa þau hjá okkur yfir jól og áramót!

Vonandi höfðuð þið það sem allra best yfir hátíðarnar með ykkar nánasta fólki. Ég vona að nýja árið taki vel á móti ykkur og eins þið vel á móti nýja árinu. Hugafarið skiptir öllu og ég vona að þið hafið það sem allra best á komandi tímum með jákvæðni, hamingju og gleði að leiðarljósi.

Takk fyrir allt það gamla <3 
Knús Fanney